Stöðuhýsi slitnaði aftan úr bíl

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stórt stöðuhýsi í flutningi slitnaði aftan úr jeppabifreið á Biskupstungnabraut síðastliðinn fimmtudag.

Í dagbók sinni segir lögreglan að frágangur í flutningnum hafi verið ófullnægjandi, hýsið var 3,7 m á breidd og 11 m langt og án ljósabúnaðar. Ökumaðurinn hafði ekki sótt um undanþágu fyrir flutningnum og má reikna með að fá sekt fyrir brot sitt.

Á laugardag kyrrsetti lögreglan síðan pallbíl sem dró kerru með gröfu á Gjábakkavegi. Vélin var ekki fest við kerruna og ökumaðurinn hafði ekki réttindi til að aka með svo stóran eftirvagn.

Fyrri greinHellisheiði lokuð til austurs
Næsta greinÍslenskar sauðamjólkurvörur til sölu á Selfossi