Stöðugur órói á Fimmvörðuhálsi

Órói á skjálftamælum Veðurstofunnar í Eyjafjallajökli hefur verið nokkuð stöðugur síðasta sólarhring. Þó hafa komið hviður sem líklega má rekja til gufusprenginga. Litlar breytingar hafa mælst á GPS-mælistöðvunum.

Kl. 10:19 í morgun mældist skjálfti innst í Þórsmörk, við jaðar Krossárjökuls. Skjálftinn var 2,8 að stærð og grunnur. Líklega má rekja þennan skjálfta til breytinga á spennu á svæðinu vegna gossins. Í nótt mældust fáeinir skjálftar undir Eyjafjallajökli.

Upp úr kl. 3 í gær mældist skjálfti, 2,9 að stærð, undir austuröxl Eyjafjallajökuls og í kjölfarið fylgdu 5 skjálftar á sömu slóðum, allir undir 1,7 að stærð.

Fyrri greinTvö útskrifuð af gjörgæslu
Næsta greinSmalað af gossvæðinu