Stöðvun hefur slæm áhrif á bygginguna

Hætta er á að stjórnsýslubygging við Suðurlandsveg á Hellu fari að skemmast ef ekki verði brugðist fljótt við og niðurstaða komist í fjármögnun hússins og það gert fokhelt.

Ekkert hefur verið unnið í húsinu undanfarna mánuði þar sem greiðslur hafa ekki borist verktaka.

Gunnsteinn Ómarsson sveitarstjóri segir málið mjög alvarlegt og miklir fjármunir í húfi.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT