Stöðvuðu skemmtanahald á Selfossi

Lögreglan á Selfossi stöðvaði veitingarekstur og vísaði gestum á dyr á skemmtistað í bænum, þar sem allt var í fullum gangi eftir lokunartíma.

Lokunartími staðarins er kl. 1 eftir miðnætti en þegar lögreglu bar að garði var þó nokkur fjöldi gesta enn í húsinu og báru sumir með sér veitingarnar út, sem er óheimilt.

Veitingamaðurinn á sekt yfir höfði sér.

Vísir greindi frá þessu.