Stöðvuðu kannabisrækun í Hrunamannahreppi

Lögreglan á Selfossi stöðvaði í síðustu viku kannabisræktun sem komið hafði verið upp í húsi í Hrunamannahreppi.

Í húsinu voru tíu plöntur í góðum vexti sem lagt var hald á ásamt ýmsum búnaði tengdum ræktuninni.

Einn maður var kallaður til yfirheyrslu vegna málsins. Hann gekkst við ræktuninni og munu aðrir ekki tengjast henni.