Stöðvaður tvívegis fyrir hraðakstur

Í gær kærði lögreglan á Hvolsvelli erlendan ökumann fyrir að aka á 134 km/klst hraða á Suðurlandsvegi á Rangárvöllum.

Maðurinn lét sér ekki segjast, hélt áfram í austurátt og var aftur stöðvaður af lögreglu á Suðurlandsvegi, nú í Eldhrauni. Ók hann þá á 143 km/klst hraða og var einnig kærður.

Samtals nemur sektarupphæð fyrir þessi brot 160 þúsund krónum.

Fyrri greinBlómleg viðskipti í 10 ár
Næsta greinMjólkurhristingur frá Kjörís slær í gegn í London