Stöðvaður eftir hraðakstur á slitnum dekkjum

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði ökumann fyrir hraðakstur á Biskupstungnabraut í gær. Hann var á 128 km/klst hraða á ónýtum dekkjum.

Ástand þriggja hjólbarða undir bílnum var svo slæmt að þeir voru slitnir nánast inn að vír. Auk hraðasektarinnar var ökumaðurinn sektaður um 5000 krónur á hvern slitinn hjólbarða.

Fyrri greinSérstakt eftirlit með ferðaþjónustubílum
Næsta greinPersónubundið fyrir hvern og einn hver aðal safngripurinn er