Stöðvaður eftir glæfraakstur

Lögreglan á Selfossi stóð ungan ökumann að glæfraakstri eftir miðnætti í nótt þegar hann ók um Tryggvatorg á Selfossi með tilheyrandi óhljóðum og slætti þannig að bifreiðin snérist í hálfan hring á veginum og var ekið gengt akstursstefnu.

Við skoðun á hjólbörðum kom í ljós að þeir voru óhæfir og þess vegna var unga manninum gert að mæta með bifreiðina í skoðuðun auk þess sem hann þarf að greiða sekt fyrir að vera með bifreiðina vanbúna og þrjú önnur brot.

Fyrri greinÞrír á palli
Næsta greinÓk út um mela og móa við Bláfell