Stjórnsýslukæru golfklúbba vísað frá

Innanríkisráðuneytið hefur vísað frá stjórnsýslukæru stjórna Golfklúbbs Kiðjabergs og Golfklúbbs Öndverðarness vegna ákvörðunar sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps að byggja upp golfvöll við Minni-Borg.

Gunnar Þorgeirsson, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, segir ráðuneytið einfaldlega hafa komist að þeirri niðurstöðu að þriðji aðili geti ekki sent stjórnsýslukæru og því var málinu vísað frá.

Kæra golfklúbbanna hafði engin áhrif á vinnu sveitarfélagsins við golfvöllinn við Borg.