Stígurinn verður göngu- og reiðstígur

Göngustígurinn sem hestamenn og íbúar í Hóla- og Helluhverfi deildu um í vor verður gerður að göngu- og reiðstíg samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar.

Eftir umfjöllun í bæjarkerfinu lagði skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að aðalskipulagi verði breytt þannig að göngustígnum, sem liggur frá Langholti að Suðurhólum gegnum Helluhverfi, verði breytt í göngu- og reiðstíg.

Hugmyndin er að hluti hans verði malbikaður á breiddina til að aðskilja göngustíginn og reiðstíginn betur.