Steypuvinna myrkranna á milli

Í nótt var byrjað að steypa í nýju brúna yfir Múlakvísl. Unnið er að steypuvinnunni allan sólarhringinn og er áætlað að verkinu ljúki á sunnudagskvöld.

Það eru Steypudrangur ehf í Vík og Steypustöðin sem sjá um verkið sem er geysilega umfangsmikið. Unnið er allan sólarhringinn á tólf tíma vöktum en um tuttugu starfsmenn koma að verkinu á fimm steypubílum og tveimur dælubílum.

Áætlað er að nýja brúin verði fullbúin í september næstkomandi. Brú­in er byggð á þurru og upp­fyll­ingu mokað að henni en hún verður um 160 metra löng og tíu metra breið. Stöpl­arn­ir eru sex, tveir land­stólp­ar og fjór­ir úti í fljót­inu.

Hún leysir af hólmi brúna sem tók af í jökulhlaupi í júlí árið 2011. Bráðabirgðabrú var byggð það sama sumar.

Fyrri greinBáran fagnar nýrri stefnu Festu
Næsta greinÁrmann Einars: Talað á mannamáli