Steypudrangur bauð lægst í Þjórsárdalsveg

Hjálparfoss í Fossá í Þjórsárdal.

Steypudrangur ehf í Vík átti lægsta tilboðið í endurbyggingu Þjórsárdalsvegar sem vinna á að í sumar.

Um er að ræða 2,6 kílómetra kafla frá Hallslaut að Fossá sem á að endurbyggja og klæða.

Tilboð Steypudrangs hljóðar upp á 55,8 milljónir króna og er 7,4% yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar, sem er 52 milljónir króna.

Þrír aðrir verktakar buðu í verkið. Þjótandi á Hellu bauð 56 milljónir, Mjölnir á Selfossi 59,6 milljónir og Borgarverk ehf 64,3 milljónir króna.

Verkinu á að vera lokið þann 26. ágúst næstkomandi.

Fyrri greinRáðherra heimsótti Bláskógabyggð
Næsta greinHeiður að spila stóra leiki fyrir framan fólkið okkar