Sterkt Útsvarslið í Hveragerði

Vaskur hópur hefur verið valinn til að keppa fyrir hönd Hvergerðinga í spurningaþættinum Útsvari sem hófst í Sjónvarpinu sl. föstudag.

Það eru þau María Kristjánsdóttir, félagsmálastjóri Árnesþings, Úlfur Óskarsson, skógfræðingur og kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands og Gettu betur stjarnan Ólafur Hafstein Pétursson, nemi í byggingaverkfræði sem skipa liðið í vetur.

Hópurinn hefur sett markið hátt og munu æfingar verða strangar á næstu vikum.

Hvergerðingar eru hvattir til að styðja sitt fólk og fylgjast vel með þegar liðið mætir til leiks en ekki liggur enn fyrir hvenær fyrsta viðureignin verður né hverjir verða mótherjar.

Fyrri greinBaldur leysir Herjólf af
Næsta grein„Við ætlum að slátra þeim“