Sterk staða Aldísar, Ragnheiðar og Bjarna

Næstum 44% íbúa Suðurkjördæmis vilja sjá Bjarna Harðarson sem þingmann kjördæmisins á næsta kjörtímabili, en Ragnheiður Hergeirsdóttir kemur þar skammt á eftir með vilja 42,5% íbúa.

Nokkru neðar koma svo fimm einstaklingar með stuðning á bilinu 31-38% en það eru Aldís Hafsteinsdóttir (37,9%), Ásmundur Friðriksson (35,3%), Eyþór Arnalds (34,6%), Ólafur Björnsson (33,0%) og Kjartan Ólafsson (31,0%).

Þetta kemur meðal annars fram í könnun sem Sunnlenska fréttablaðið lét vinna um mögulega nýja þingmenn í kjördæminu en blaðið valdi nöfn tíu einstaklinga sem taldir voru líklegir til að vera valdir af kjósendum.

Athygli vekur að í könnuninni kemur fram afar sterk staða Sjálfstæðisflokks sem hefur jafn mikið fylgi og Framsókn, Samfylking og Vg samanlagt. Hjá Sjálfstæðisflokki skorar Eyþór Arnalds langhæst (53,7%) en flokkssystir hans Aldís Hafsteinsdóttir á aftur á móti breiðari stuðning meðal kjósenda annarra flokka.

Bjarni Harðarson skorar langhæst meðal kjósenda VG (58,8) og á einnig umtalsvert fylgi meðal kjósenda annarra flokka. Hjá Samfylkingu er Ragnheiður Hergeirsdóttir fv. bæjarstjóri í Árborg með langhæsta stigatölu (57,1%).

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinMár Ingólfur: Þakkir til bæjarstarfsmanna
Næsta greinJólastund Tóna og Trix