Steingerður nýr útibússtjóri

„Starfið leggst mjög vel í mig og það er spennandi að takast á við þetta nýja verkefni,“ segir Steingerður Hreinsdóttir, sem hefur verið ráðinn útibússtjóri Arion banka í Hveragerði úr hópi tuttugu og átta umsækjenda.

Hún tók við starfinu þann 7. janúar síðastliðinn af Ingibjörgu Guðnadóttur, sem hefur verið útibússtjóri bankans í tæplega þrjátíu og eitt ár.

Steingerður starfaði síðast sem framkvæmdastjóri jöklafyrirtækisins Arcanum í Mýrdal.

Fyrri greinEkkert ákveðið með opnun ELKO
Næsta greinÞórir og Atli til liðs við Selfoss á ný