Stefnumót við Múlatorg á laugardag

Auður, Svanlaug og Margrét. Ljósmynd/Páll Jökull Pétursson

Næstkomandi laugardag, þann 25. júlí, heldur Sumarhúsið og garðurinn sína árlegu sumarhátíð Sumar 2020 – Stefnumót við Múlatorg.

Á hátíðinni er boðið uppá lifandi tónlist, fræðslu og sýningar. Á markaðnum verða til sölu vörur til heimilisins, handverk og listmunir.

Hátíðin er nú haldin í sjötta sinn og stendur yfir frá kl 11-17 og hefur hún ætið verið lífleg og gestir skemmt sér vel.

Boðið verður upp á tangósveiflu þar sem Svanlaug Jóhannesdóttir syngur argentínskar tangóballöður undir harmonikkuleik Margrétar Arnardóttir. Hollenska listakonan Mara Liem og Páll Jökull Pétursson, landslagsljósmyndari, setja upp samsýninguna Artic heart – Hjarta norðursins og Linus Orri Cederborg mun skemmta gestum með hljóðfæraleik og söng.

Meðal fræðslu sem boðið verður upp á má nefna býflugnarækt, fuglakynningu, gerð lóðréttra gróðurveggja og fræðsla um fjölærar blómplöntur.

Heiðursgestir hátíðarinnar eru Hafsteinn Hafliðason og Helga Thorberg.

Fyrri greinHrönn ráðin forstjóri Matvælastofnunar
Næsta grein„Vellíðan alveg heilt í gegn“