Stefnt að bættu fjarskiptasambandi í Þrengslunum

Elliði ásamt Karli og Regínu frá Nova. Ljósmynd/Ölfus

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, fundaði með Regínu Björk Jónsdóttur og Karli Eiríkssyni, viðskiptastjórum Nova í morgun varðandi bætt fjarskiptasamband í Þrengslunum.

Nova er þjónustuaðili sveitarfélagsins og tilkynntu Regína og Karl á fundinum að sambandið í Þrengslunum yrði bætt fyrir áramót ef veður leyfir eða eins fljótt og auðið er.

Þetta mun auka öryggi á ferðalögum um Þrengslin en fjarskiptasamband er mjög slæmt á ákveðnum kafla á veginum.

Fyrri greinFarið fram á framlengt gæsluvarðhald
Næsta greinSöguleg skáldsaga um þýska flóttamenn í Hekluhrauni