Stefnt á umhverfisvænan bílaflota

Rögnvaldur Jóhannesson hjá Bílasölu Selfoss og Magnús Öfjörð verkstjóri vatns- og hitaveitu Árborgar við afhendingu bílsins. Ljósmynd/arborg.is

Í síðustu viku fékk Vatnsveita Árborgar afhentan nýjan rafmagnsbíl af gerðinni VW eCrafter sem er fyrsti slíki bíllinn á Íslandi.

Bílinn gengur 100% fyrir rafmagni og verður notaður sem vinnubíll hjá veitunni. Stefnt er að því að gera bílaflotann umhverfisvænni á næstu árum og skipta út eldri bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.

Fyrri greinFjárhús í Mýrdalnum alelda á skömmum tíma
Næsta greinEins hefðbundin útskrift og kostur er í ML