Stefnt að nýju útboði í apríl

Kærunefnd útboðsmála hefur kveðið upp úrskurð vegna kæru Gámaþjónustunnar á hendur Sveitarfélaginu Árborg vegna útboðs á sorphirðu sem fram fór í lok sl. árs.

Kærð var sú ákvörðun Sveitarfélagsins Árborgar að hafna öllum tilboðum sem bárust í útboðinu og þess krafist að sveitarfélaginu yrði gert að taka tilboði Gámaþjónustunnar.

Niðurstaða málsins er sú að nefndin hafnar kröfu Gámaþjónustunnar um að sveitarfélaginu verði gert að semja á grundvelli tilboðs hennar.

Áður hafði nefndin hafnað kröfu Gámaþjónustunnar um að samningsgerð við Íslenska gámafélagið yrði stöðvuð, en sveitarfélagið samdi við Íslenska gámafélagið um að það myndi annast sorphirðu í sveitarfélaginu á grundvelli fyrri samnings á meðan unnið væri að nýju útboði.

Stefnt er að útboði á sorphirðu í Sveitarfélaginu Árborg í apríl nk.

Fyrri greinÍris útnefnd íþróttamaður Hamars
Næsta greinÞórir Jökull: Fullmyndugan Skálholtsbiskup?