Stefnt að aukinni starfsemi

Fjarðalax ehf. hyggst efla verulega kvíaeldi sitt á Vestfjörðum og í framhaldi þess gæti komið til talsverð aukning á starfsemi félags­ins í Þorlákshöfn.

Nú þegar hefur félagið hafi áframeldi í sjókvíum í Tálknafirði og stefnir að því að hefja sjókvíaeldi í Arnarfirði á næsta ári. Að sögn Höskulds Steinarssonar, framkvæmdastjóra félagsins, er ætlunin að styrkja verulega starfsem­ina í Þorlákshöfn.

Fyrr í sumar nýtti Fjarðalax kaup­rétt sinn að fiskeldisstöð Fiskeyjar að Nesbraut 25 í Þorlákshöfn eins og heimilt var samkvæmt leigusamningi milli félaganna. Það sem af er þessu ári hafa farið fram umtalsverðar endur­bætur á eldisstöðinni í Þorláks­höfn en að sögn Höskulds hefur eink­um verið unnið innandyra.

Höskuldur sagði að nokkrum tugum milljóna hefði verið varið í endur­bæturnar nú þegar og gert er ráð fyrir að endurbætur utanhús hefjist á næsta ári og nær það meðal annars til yfirbyggðra kvía. Í Þorlákshöfn eru þrír starfsmenn í fullu starfi og einn í hálfu starfi. Gert er ráð fyrir einnhverri fjölgun starfsmanna ef fyrirætlanir um áframeldi ganga eftir sagði Höskuldur.