Stefnt að því að hefja matfiskeldi

Unnið er að því að endurskipuleggja starfsemi fiskeldisins í Ytri-Tungu í Skaftárhreppi og miðað við að stækka framleiðsluna í allt að 300 tonn á ári.

Gert er ráð fyrir viðbótar eldiskerjum, fóðurgeymi, miðlununargeymi, iðnaðarhúsi og geymslugámum á skipulagstillögunni.

Að sögn Þórarins Kristjánssonar, eiganda Ytri-Tungu, er ætlunin að hefja matfiskeldi á bleikju. Til þess að það sé unnt þurfi að byggja upp nokkur útiker og ráðast í margvíslega fjárfestingar.

Þórarinn hefur rekið alla starfsemi sjálfur í Ytri-Tungu en að þessu sinni á hann í viðræðum við nokkra fjárfesta um aðkomu þeirra að verkefninu. Að sögn Þórarins er stefnt að því að taka allt að 50 milljónir króna inn í reksturinn að þessu sinni.

Til þessa hefur verið starfrækt seiðaeldi að Ytri-Tungu og er það elsta seiðaeldisstöð á landinu.