Stefnir í uppsagnir hjá sýslumanni

Ef ekki koma frekari fjárveitingar til lögreglunnar og sýslumannsins á Selfossi þarf að segja upp fjórum lögreglumönnum og einnig starfsfólki á sýsluskrifstofu.

Fastar stöður lögreglumanna á Selfossi eru 24 en voru 28 fyrir fáum árum.

Í úttekt ríkislögreglustjóra frá árinu 2006 kemur fram að embættið á Selfossi þurfi að lágmarki 34-36 lögreglumenn til að sinna sínu umdæmi. Það er mjög stórt og inniheldur auk nokkurra þéttbýlisstaða þúsundir sumarhúsa og fjölsótta ferðamannastaði.

Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi, að með 20-24 mönnum sé ljóst að lögreglan geti aðeins sinnt viðbragðslöggæslu. Hafa forvarna- og eftirlitsverkefni orðið að sitja á hakanum.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/11/15/halli_upp_a_fimmtiu_milljonir/

Fyrri greinVatnsflóð í Sunnulækjarskóla
Næsta greinHerjólfur siglir til Þorlákshafnar