Stefnir í einn bíl á vakt í Árnessýslu allri

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps krefst þess að nú þegar verði gripið til aðgerða þannig að fjárveitingar til lögreglunnar í Árnessýslu verði auknar svo koma megi í veg fyrir fækkun starfsmanna og þá skerðingu á þjónustu sem af slíku hlýst.

Í bókun sveitarstjórnar frá fundi hennar í gær segir að í rauninni sé brýn þörf á fjölgun lögreglumanna í Árnessýslu. Ef fram fer sem horfir þá verður einn bíll á vakt hverju sinni í Árnessýslu allri.

„Það er ljóst að með því verður ekki mögulegt að tryggja lágmarksþjónustu. Rétt er að leggja áherslu á gríðarlegt umfang löggæslusvæðisins en í sýslunni búa um 16.000 íbúar og að auki sækja héraðið heim um 700.000 ferðamenn á ári hverju. Jafnframt er rétt að geta þess að að jafnaði eru um 10.000 manns í sumarbústöðum á svæðinu yfir sumartímann og getur sá fjöldi hæglega farið í 25.000 manns um helgar,“ segir í bókun sveitarstjórnar.

Fyrri greinBætti 31 árs gamalt héraðsmet
Næsta greinHrunaréttir vígðar 13. september