Stefnir að opnun á nýjum stað

„Við stefnum á að opna á nýja staðnum vorið 2016 í nýju og glæsilegu átta hundruð fermetra húsnæði eða jafnvel stærra, þetta er allt í skoðun en ekkert hundrað prósent ákveðið.“

Þetta segir Rögnvaldur Jóhannesson, eigandi Bílasölu Selfoss en Hekla bílaumboðið hefur fengið úthlutað lóðinni við Fossnes 16 á Selfossi af bæjarráði Sveitarfélagsins Árborgar.

Lóðin er í beinu framhaldi af bílasölu Toyota meðfram Suðurlandsveginum.

Rögnvaldur segir að bílasala gangi vel. „Já, það er allt á fullu, mikið að gera í sölu á nýju og notuðum bílum, bíleigendur eru greinilega búnir að jafna sig eftir efnahagshrunið,“ segir Rögnvaldur.

Fyrri greinStaðfest að eitrað var fyrir köttunum
Næsta greinÓgangfær ferðamaður sóttur