Stefna á opnun um miðjan janúar

„Við erum ekki komnir með nákvæma dagsetningu, en við stefnum á að opna um miðjan janúar,” segir Jón Ágúst Hreinsson einn eigandi Hamborgarbúllunnar sem opnar senn að Eyrarvegi 32 á Selfossi.

Gunnar Þráinsson kemur til með að reka staðinn.Framkvæmdir í húsinu eru hafnar og ganga þær vel að sögn Jóns.

Staðið hefur til í tvö, þrjú ár að opna stað á Selfossi og mun þessi verða með sama sniði og þeir sem fyrir eru, sami matseðill og sama umhverfi. Jón Ágúst segir viðmót Selfyssinga hafa verið virkilega jákvætt og að þeir stefni að því að gera staðinn glæsilegan í alla staði.

Alls verður þetta sjötti Hamborgarbúllustaðurinn á landinu og jafnframt sá eini utan höfuðborgarsvæðsins. Áður voru staðir á Akureyri og Egilsstöðum, en þeim hefur verið lokað. Þá er einn staður í London sem hefur gengið gríðarlega og annar mun opna í Kaupmannahöfn í vor

Fyrri greinHamarskonur einar á toppnum
Næsta greinSelfoss vann stigakeppnina