Stefán ráðinn íþróttafulltrúi og yfirmaður íþróttamannvirkja

Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur ráðið Stefán Guðjónsson í starf íþróttafulltrúa og yfirmanns íþróttamannvirkja hjá sveitarfélaginu.

Stefán hefur lagt stund á meistaranám í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræðum við Háskólann á Bifröst. Hann er með BS-gráðu í viðskiptafræði og þjálfaramenntun. Stefán býr yfir fjölbreyttri reynslu, m.a. af rekstri og íþróttastarfi bæði sem þjálfari og iðkandi. Hann hefur rekið gistiheimili og auglýsingastofu, starfað sem stundakennari, og þjálfað börn og ungmenni hjá Íþróttafélögunum Ármanni og Þrótti.

Stefán mun hefja störf þann 10. september næstkomandi.

Fyrri greinVegleg gjöf frá slysavarnardeildinni til Strandheima
Næsta greinÓli bætti 36 ára gamalt met Tomma löggu