Stefán ráðinn byggðaþróunarfulltrúi Rangárþings eystra og ytra

Stefán Friðrik Friðriksson hefur verið ráðin byggðaþróunarfulltrúi Rangárþings eystra og ytra. Stefán hefur starfað sem sérfræðingur í markaðsmálum hjá Markaðsstofu Suðurlands í rúmt ár þar sem hann sér m.a. um markaðssetningu á Suðurlandi í samstarfi við ríki, sveitarfélög og fyrirtæki.

Áður starfaði Stefán í sjö ár hjá sjónvarpsstöðinni N4 þar sem hann sinnti stöðu markaðs- og framleiðslustjóra í fjögur ár og stöðu tæknimanns í þrjú ár þar á undan. Stefán þekkir til nærsamfélagsins og býr yfir góðu tengslaneti, bæði er hann búsettur á svæðinu og hafði áður kynnst því í gegnum störf sín hjá N4.

Stefán mun hefja störf sem byggðaþróunarfulltrúi sveitarfélagana á næstu mánuðum.

Stefán er með BA gráðu í miðlun og almannatengslum frá Háskólanum á Bifröst auk þess að hafa lokið diplómu í fjölmiðlun, blaðamennsku og kvikmyndagerð frá Brandbjerg Háskóla og diplómu í leikstjórn og framleiðslu frá Kvikmyndaskóla Íslands.

Fyrri greinFærin fóru forgörðum í framlengdum bikarleik
Næsta greinSkjálftar í Skriðu