Stefán kosinn formaður LSS

Stefán Pét­urs­son, sjúkra­flutn­ingamaður á Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands, felldi sitj­andi formann á þingi Lands­sam­bands slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna í gær.

mbl.is greinir frá þessu

Tveir voru í fram­boði, Stefán og Sverr­ir Björn Björns­son sem gegnt hef­ur embætt­inu í tæp­lega tíu ár.

Sextánda þing sam­bands­ins fór fram um helgina en Lands­sam­band slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna eru heild­ar­sam­tök þessara starfs­stétta.

Annar Selfyssingur, Viðar Arason, var kosinn varamaður í stjórn en hann sat þingið fyrir hönd Brunavarna Árnessýslu.

Fyrri greinSelfosskonur komnar í sumarfrí
Næsta greinHefja framleiðslu í maí