Startbyssu stolið í innbroti á Selfossi

Innbrotsþjófurinn braut rúðu í húsinu til þess að komast inn. Ljósmynd/Aðsend

Í morgun uppgötvaðist að brotist hefur verið inn í vallarhúsið við frjálsíþróttavöllinn á Selfossi.

Rúða í vallarhúsinu var brotin og komst innbrotsþjófur inn á brott með Lenovo fartölvu, þremur talstöðvum og startbyssu ásamt skotum.

Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um málið er beðnir að hafa samband við lögregluna á Selfossi.

Startbyssa eins og sú sem stolið var.
Fyrri greinSurBlingBling meðal keppenda í Rímnaflæði
Næsta greinFimm bíla árekstur austan við Vík