Starfsmönnum Selóss sagt upp

Starfsmenn trésmíðaverkstæðisins Selóss á Selfossi fengu uppsagnarbréf frá fyrirtækinu um síðustu mánaðarmót, en mikil fækkun starfsmanna hefur verið þar að undanförnu.

Eftir því sem næst verður komist hafa eigendur Selóss ákveðið að hætta framleiðslu á Selfossi og hyggja á innflutning í staðinn. Fyrirtækið hefur verið talsvert umsvifamikið í framleiðslu glugga, hurða og innréttinga um árabil.

Heimildir Sunnlenska herma að húsnæði og verkstæði fari í söluferli og mögulega verði gluggaverksmiðjuhlutinn seldur sérstaklega.

Af því að hermt er hefur verkefnastaða fyrirtækisins verið ágæt en ávinningur af starfseminni ekki verið í samræmi við væntingar rekstraraðila.

Fyrri greinLandsbankinn áfram einn af aðalstyrktaraðilum Brúarhlaupsins
Næsta greinVegan bláberjaís