Starfsmenn slökktu í brennandi þvottavél

Íþróttamiðstöðin á Hellu. Ljósmynd/Rangárþing ytra

Eldur kom upp í þvottavél í íþróttamiðstöðinni á Hellu síðastliðinn miðvikudag. Starfsmenn brugðust snarlega við og slökktu með slökkvitæki og færðu vélina út fyrir hús.

Af þessu varð minniháttar tjón en þó fór reykur um hluta hússins.

Í síðustu viku var einnig tilkynnt um eld um borð í björgunarskipinu Ingibjörgu þar sem það lá bundið við bryggju í Hornafjarðarhöfn. Við athugun reyndist um bilun í sjálfvirkum slökkvibúnaði í vélarrúmi að ræða og var aðstoð því afturkölluð.

Fyrri greinLengjudeildin í beinni á Hringbraut
Næsta greinSafna undirskriftum vegna Hamarshallarinnar