Starfsmenn kallaðir úr sumarfríi

Vegurinn yfir Múlakvísl er lokaður en Vegagerðin vinnur hörðum höndum við að koma á vegasambandi aftur, unnið verður allan sólarhringinn.

Verið er að kanna ýmsa möguleika í þeim efnum. Fjöldi fólks hefur verið kallaður úr sumarleyfum til að vinna það verk. Sérleyfisbífreiðar til Hafnar í Hornafirði aka um Fjallabak nyrðra þar til vegurinn yfir Múlakvísl hefur verið lagfærður.

Rétt er að benda á að fært er um Fjallabak nyrðra en þó aðeins fyrir jeppa og stærri bíla. Leiðin er ekki fær fjórhjóladrifnum fólksbílum. Löggæsla á svæðinu verður efld svo og hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landbjargar.

Fyrri greinGengur ekki að háannatíminn fari fyrir ofan garð
Næsta greinNethraði stóreykst í Vík