Starfsmenn ÍG gáfu dósasjóðinn

Tveir starfsmenn Íslenska gámafélagsins á Selfossi, þeir Guðmundur Egill Sigurðsson og Eiríkur Jónsson afhentu Heilbrigðisstofnun Suðurlands í dag peningagjöf að upphæð kr. 100 þúsund.

Upphæðin er afrakstur af sölu á flöskum sem þeir hafa hirt við flokkun úrgangs hjá Íslenska gámafélaginu. Fram kom hjá þeim að mikið af gleri er m.a. skilið eftir við móttökustöðvar sorps við sumarbústaði.

Þrettán starfsmenn vinna hjá ÍG á Selfossi og voru þeir allir sammála um að láta HSu njóta ágóðans og gefa stofnuninni til tækjakaupa.