Starfsmenn framvísi sakavottorði

Tónlistarskóli Árnesinga hefur tekið upp það verklag að kalla eftir sakavottorðum allra starfsmanna sinna, með vísan í Æskulýðslög.

„Nei, það var engin sérstök ástæða fyrir því hjá okkur að við óskum eftir sakavottorðum kennara. Hins vegar sóttu skólastjórnendur fræðsluerindi á vegum Samtaka tónlistarskólastjóra á dögunum þar sem þetta málefni var til umræðu. Í framhaldi af því vinna tónlistarskólar landsins að því um þessar mundir að fá sakavottorð allra starfsmanna samkvæmt Æskulýðslögum,“ segir Helga Sighvatsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga, í samtali við Sunnlenska.

Samkvæmt Æskulýðslögum er óheimilt að ráða til starfa, hjá aðilum sem sinna börnum og ungmennum undir 18 ára aldri í æskulýðsstarfi, einstaklinga sem hafa hlotið refsidóm vegna kynferðisbrota. Yfirmenn stofnana þar sem börn og ungmenni koma saman eiga rétt til upplýsinga úr sakaskrá um það hvort tiltekinn einstaklingur sem sótt hefur um störf á þeirra vegum hefur hlotið dóm vegna brota, að fengnu samþykki hans.

Fyrri greinHÍ bregst því trausti að vera háskóli allra landsmanna
Næsta greinEldur í bílskúr á Selfossi