Starfsmannafélagið skorar á stjórnvöld

Stjórn Starfsmannafélags Heilbrigðisstofnunar Suðurlands mótmælir harðlega þeim niðurskurði til stofnunarinnar sem fram kemur í drögum að fjarlögum 2011.

Jafnframt skorar stjórnin á sveitarstjórnar- og alþingismenn að beita sér fyrir leiðréttingu þessara mála.

“Ef af þessum niðurskurði verður mun það hafa verulegar afleiðingar fyrir starfsemi HSu, uppsagnir starfsfólk o.fl. Þetta mun hafa í för með sér aukið atvinnuleysi á Suðurlandi þar sem HSu hefur og er einn af stærstu vinnuveitendum svæðisins,” segir í ályktun félagsins.

“Einnig mun þetta hafa mikil áhrif á sjúkrahúsþjónustu á Suðurlandi, og sjáum við ekki að það geti verið hagkvæmt að flytja alla okkar sjúklinga til Reykjavíkur, og líka að hægt sé að taka við þeim öllum þar.”