Starfsemi brunavarna gengur vel

Aðalfundur Brunavarna Rangárvallasýslu var haldinn í dag. Fram kom að rekstur brunavarna er í góðu jafnvægi og starfsemin gengur vel.

Ný stjórn var kosin á fundinum og er hún skipuð eftirfarandi: Ágúst Ingi Ólafsson, Rangárþingi eystra, Ágúst Sigurðsson, Rangárþingi ytra, Björgvin G. Sigurðsson, Ásahreppi og var hún samþykkt samhljóða Varamenn eru: Ísólfur Gylfi Pálmason, Rangárþingi eystra, Sólrún Helga Guðmundsdóttir, Rangárþingi ytra og Jakob S. Þórarinsson, Ásahreppi.

Fram kom að rekstur Brunavarna er í góðu jafnvægi og starfsemin gengur vel. Fyrsta verk nýrrar stjórnar verður að skoða aðstöðu slökkviliðanna.

Frá þessu er greint á heimasíðu Ásahrepps.

Fyrri greinRafræn leikskrá fyrir bikarúrslitaleikinn
Næsta greinNorðurljósin í beinni frá Hestheimum