Starf leikskólafulltrúa lagt niður

Ekki verður ráðið í stöðu leikskólafulltrúa í sveitarfélaginu Árborg og er það hluti af sparnaðaraðgerðum bæjaryfirvalda.

Verkefni leikskólafulltrúans eru á hendi verkefnisstjóra fræðslumála og sérkennslufulltrúa, líkt og hefur verið allt þetta ár á meðan leikskólafulltrúinn hefur verið í leyfi.

Eftir því sem heimildir Sunnlenska herma hefur ekki verið ákveðið hvort staðan verði felld niður til frambúðar.