Starf í boði í Noregi

Norræna félagið á Selfossi vekur athygli á lausu starfi í Noregi í sumar. Sérstakur ráðningarfundur fyrir meiraprófsbílstjóra er á föstudagsmorgun á skrifstofu Norræna félagsins í Reykjavík.

Eigendur ráðningarfyrirtækisins Adaptus Bemanning munu þá ræða við umsækjendur um útkeyrslu á Oslóarsvæðinu í sumar. Starfið er í boði á tímabilinu júní-ágúst (í minnst sex vikur) og gengur út á að keyra út brauð, matvöru eða prjónavöru.

Áhugasömum er bent á að skrá sig hjá island@nordjobb.net en Þorlákur H. Helgason, formaður Norræna félagsinsá Selfossi, aðstoðar umsækjendur frekar.

Fyrri greinFólk noti rykgrímur á öskufallssvæðum
Næsta greinFimleikastelpurnar svekktar í Leifsstöð