Stangveiði og byggðinni utan ár gerð skil

Í gær, mánudaginn 16. september á degi íslenskrar náttúru var nýtt söguskilti afhúpað við Ölfusá á Selfossi.

Skiltið sem staðsett er á árbakkanum við Ártún er með myndum af sögu stangveiðar í Ölfusá sem og af byggðinni fyrir utan á.

Ari Björn Thorarensen og Eyþór Arnalds afhúpuðu skiltið í miklum vindi en Þorsteinn Tryggvi Másson frá Héraðsskjalasafni Árnesinga fór svo aðeins yfir uppruna myndanna með gestum sem lögðu leið sína að skiltinu í veðurofsanum.

Söguskiltin eru nú kominn á fjóra staði í sveitarfélaginu en einnig eru sambærileg skilti í Sigtúnsgarðinum á Selfossi, Selfossvelli og á Stað á Eyrarbakka.

Til stendur að halda verkefninu áfram á næstu árum og koma upp skiltum í öllum byggðarkjörnum í sveitarfélaginu.

Fyrri grein„Closed“ en ekki „Lokað“
Næsta greinLerkitré á Grafarbakka valið tré ársins