Stangaveiði lokið í Veiðivötnum

Vel veiddist í síðustu viku stangveiðitímans í Veiðivötnum en heildarveiði sumarsins var talsvert minni en síðustu ár.

Í síðustu vikunni kom 1.091 fiskur á land, 827 urriðar og 264 bleikjur.

Alls komu 13.516 fiskar komið á land á stangveiðitímanum í Veiðivötnum á þessu sumri. Litlisjór gaf flesta fiska þetta árið eins og oft áður. Þar komu 2.696 urriðar á land. Bleikjuvötnin, Langavatn og Nýjavatn komu þar skammt á eftir með 2.326 og 2.216 fiska.

Meðalþyngd fiska úr vötnunum er 2,03 pund sem telst mjög gott. Stærsti fiskur sumarsins var 12,4 punda urriði úr Grænavatni.

Núna tekur netaveiðitíminn við og stendur hann fram í miðjan septembermánuð. Hluti rétthafa nýtir sinn veiðirétt til stangveiða fremur en netaveiða og fer sá hópur stækkandi ár frá ári.

Fyrri greinPostularnir í Hrísholtið og MFÁ í Sandvíkurskóla
Næsta greinCook til liðs við Þór