Stálu dýnu, afruglara og eldhúsklukku

Um helgina var brotist inn í sumarbústað við Suðurbraut í Miðfellslandi við Þingvelli. Rótað var í skápum og ýmsu stolið úr bústaðnum.

Eigendurnir sakna verkfærakassa með ýmsum verkfærum, rúmfata og nýrrar dýnu 90X200 sm að stærð auk sjónvarpsafruglara og eldhúsklukku.

Fjórum notuðum nagladekkjum, 235×75 á 15 tommu felgum, var stolið þar sem þeir voru utan við Austurmörk 2 í Hveragerði á tímabilinu frá 29. nóvember til 4. desember.

Þá hefur um 3.000 lítrum af dísilolíu verið stolið af tanki í eigu Flúðaleiða á Flúðum. Talið er að þjófnaðurinn hafi átti sér stað frá 25. nóvember síðsastliðinn þar til 4. desember. Tankurinn stóð við Smiðjustíg á Flúðum.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um þessi þjófnaðarmál eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010.

Fyrri greinSS týnir lambaskrokkum
Næsta greinEngar vísbendingar borist