Stal sér til matar á bensínstöð

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi á dögunum í máli karlmanns sem stal sér til matar í bensínstöð N1 á Selfossi; tveimur pakkningum af Darra harðfiski og einni Sóma-samloku með skinku og osti.

Honum var ekki gerð nein refsing í málinu en maðurinn á að baki ellefu dóma fyrir margvíslega smáglæpi.Maðurinn mætti ekki við þingfestingu málsins.

Sækjandi ákæruvaldsins fór fram á að lögregla færði hann fyrir dóminn. Þegar hann loks mætti, í fylgd lögreglu, játaði hann brot sitt og kvaðst hafa bætt bensínstöðinni brotið, það er greitt fyrir máltíðina, samtals 2.200 krónur.

Fyrri greinFæreyjaviðskiptum lokið en stór sala til Austfjarða
Næsta greinFótboltapabbi kaupir Hótel Lunda