Héraðsdómur Suðurlands dæmdi á dögunum í máli karlmanns sem stal sér til matar í bensínstöð N1 á Selfossi; tveimur pakkningum af Darra harðfiski og einni Sóma-samloku með skinku og osti.
Honum var ekki gerð nein refsing í málinu en maðurinn á að baki ellefu dóma fyrir margvíslega smáglæpi.Maðurinn mætti ekki við þingfestingu málsins.
Sækjandi ákæruvaldsins fór fram á að lögregla færði hann fyrir dóminn. Þegar hann loks mætti, í fylgd lögreglu, játaði hann brot sitt og kvaðst hafa bætt bensínstöðinni brotið, það er greitt fyrir máltíðina, samtals 2.200 krónur.