Stal klósettpappír úr flaki flutningavagns

Kona á miðjum aldri virðist hafa lagt sig í nokkra hættu í mannskaðaroki í gærkvöldi, við að stela miklu af klósettpappír úr flutningavagni, sem fauk aftan úr dráttarbíl undir Ingólfsfjalli í gærmorgun.

Rétt áður en lögreglumenn á eftirlitsferð komu að flutningavagninum í gærkvöldi, mættu þeir konunni á fólksbíl, sem virtist vera troðfullur af einhverjum hvítum varningi, en létu það afskiptalaust.

En þegar þeir komu að flutningavagninum sáu þeir að þaðan átti eftir að fjarlægja mikið af klósettpappír, og áttuðu sig þá á því hvers kyns var, en þá var konan sloppin.

Vísir greindi frá þessu