Stal flatskjá og DVD spilara

Brotist var inn í veiðihús í landi Syðri-Brúar í Grímsnesi aðfaranótt síðastliðins föstudag og þaðan stolið 38" flatskjá og DVD spilara.

Þjófurinn braut sér leið inn um glugga en engar vísbendingar eru um hver var þarna á ferðinni.

Lögreglan segir allar upplýsingar um málið velþegnar í síma 480 1010.

Fyrri greinTalsverð umferð og nokkur óhöpp
Næsta greinÞrír kærðir fyrir ölvun á almannafæri