Stakk af frá ákeyrslu á Selfossi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í síðustu viku hafði lögreglan á Suðurlandi afskipti af ökumanni sendiferðabíls sem dró kerru með grind til flutnings á rúðugleri.

Rekkinn var laus á kerrunni og sá ábyrgur vegfarandi þegar hún rakst utan í kyrrstæða bifreið á bílastæði við Austurveg á Selfossi. Ökumaður sendibílsins stöðvaði ekki för sína við það en lögreglumenn sem brugðust við tilkynningunni fundu viðkomandi þar sem hann var á leið sinni vestur Suðurlandsveg og hafði stöðvað aksturinn til að festa grindina.

Hann kannaðist við málið og lýkur því með venjubundnum hætti.

Fyrri greinTorfhús Retreat fékk umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar
Næsta greinHugmyndin fæddist í heimsfaraldri