Stærsti Kötluskjálftinn í fjögur ár

Kötlujökull. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Klukkan 19:10 í kvöld varð jarðskjálfti af stærðinni 4,0 í norðausturrima Kötluöskjunar. Samkvæmt upplýsingum frá vakt Veðurstofunnar er um að ræða stærsta skjálftann í Kötlu síðan árið 2017.

Nokkrir minni eftirskjálftar hafa fylgt á eftir, sá stærsti 3,4 klukkan 19:44.

Samkvæmt frétt RÚV mun Veðurstofan fylgjast vel með gangi mála í nótt, bæði vatnamælum og jarðskjálftamælum, en engin merki eru um gosóróa.

Fyrri greinFramrás bauð lægst í Holtsveg
Næsta grein„Við sem héldum að þau væru öll fokin nú þegar“