Staður styrkir HSu við hverja sölu

Staður fasteignasala á Selfossi hefur af eigin frumkvæði gert styrktarsamning við Heilbrigðisstofnun Suðurlands en af hverjum þinglýstum samningi hjá fasteignasölunni munu 20.000 krónur renna til HSu.

Með þessu vill Staður láta gott af sér leiða og styðja með þessu myndarlega framtaki sínu við bakið á heilbrigðisþjónustunni í sínu héraði.

Í tilkynningu á heimasíðu HSu þakkar stjórn stofnunarinnar eigendum fasteignasölunnar fyrir góðan hug til stofnunarinnar og lýsir yfir ánægju með þennan fjárhagslega stuðning.

Upphæðin mun fara í gjafasjóð HSu, sem notaður er til tækjakaupa.

Fyrri greinNáms- og kennsluver opnað í Vík
Næsta greinOpnir tímar í Hamarshöllinni