Staður fyrir gesti og gangandi

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, opnaði í morgun ferðamanna-afdrep, sem og stað fyrir gesti og gangandi í forsal félagsheimilisins.

Þar verður sýning á gömlum myndum frá Eyrarbakka, upplýsingar fyrir ferðamenn og opið verður inn á snyrtingar. Þá verður heitt kaffi á könnunni fyrir þá sem vilja.

Fjöldi ferðamanna kemur til Eyrarbakka á hverjum degi og segir Siggeir að rúturnar sem koma fyrripart dags séu áberandi og ætti þetta ferðamanna-afdrep að stuðla að lengri dvöl farþega þeirra á Bakkanum.

Fyrri greinFöstudagurinn langi í Selfosskirkju
Næsta greinStokkseyringar flengdir á Selfossi