Staður styrkir HSu

Nýverið afhenti fasteignasalan Staður á Selfossi Heilbrigðisstofnun Suðurlands 260 þúsund krónur en fasteignasalan hafði heitið stofnuninni ákveðinni upphæð af hverjum þinglýstum kaupsamningi.

Upphæðin nam 260 þúsund krónum og mun hún fara í gjafasjóð HSu sem notaður er til tækjakaupa.

Með þessu vilja þeir hjá Stað láta gott af sér leiða og styðja við bakið á heilbrigðisþjónustunni í sínu héraði.

Fyrri greinStolið úr tjónuðum húsbíl
Næsta greinSkyggnir styrkir hjálparstarf í Nepal